Heilsueflandi framhaldsskóli er heildræn nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í framhaldsskóla.
Leiðarljós vinnunnar eru viðmið í gátlistum sem gerðir hafa verið í víðtæku samstarfi. Þátttaka er opin öllum framhaldsskólum á landinu án endurgjalds.
Heilsueflandi framhaldsskóli er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsfólks, nemenda og samfélagsins. Leitað er leiða til að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að þroska og vellíðan einstaklingsins.
"Heilsueflandi framhaldsskóli er ekki verkefni með upphaf og enda heldur nálgun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver framhaldsskóli vinnur á þeim hraða sem þeim hentar og aðlagar vinnunni að sínum skóla"
Viðmið Heilsueflandi framhaldsskóla eru:
Ávinningur nemenda og starfsfólks
Aukin vellíðan í starfi og meiri starfsánægja
Bætt andleg og líkamleg heilsa
Minni líkur á ofbeldi eða slysum
Minni fjarvera og starfsmannavelta
Aukin helgun í starfi og námi
Bætt félagsleg tengsl og samskipti á vinnustað
Jákvæð áhrif á fjölskyldu og umhverfi