Fara á efnissvæði

Mark­mið og framkvæmd

Heil­sue­flan­di framhaldsskóli byg­gist á þeir­ri stefnu að nál­gast heil­sue­flingu og for­varnir út frá víðtæku og jákvæðu sjó­narhorni með það að mark­miði að stuðla að vel­líðan og auknum áran­gri all­ra í skólasam­félag­inu, ne­men­da og starfs­fólks.

Nál­gu­nin veitir aukin tæk­ifæri til að efla tengslin við nær­sam­félag­ið og auka þan­nig stuðn­ing og tæk­ifæri ne­men­da og starfs­fólks til að tilein­ka sér jákvæðan og heil­brigðan líf­sstíl.

Heilsueflandi framhaldsskóli er ekki verkefni með up­phaf og enda hel­dur nál­gun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver framhaldsskóli vin­nur á þeim hraða sem þeim hen­tar og reik­nað er með að skólinn taki sér allt að ár í undirbún­ing. 

„Með markvis­su heil­sue­flingarstar­fi í framhaldsskóla er ne­men­dum og starfs­fól­ki ska­paðar aðstæður til að blóm­stra í leik og star­fi“

Lögð er áher­sla á nokkur við­fangsefni, þ.e. hreyf­in­gu, næringu, geðrækt, tóbak-, rafret­tur, áfen­gi og ví­muefni, jafn­rét­ti, kyn­heil­brigði og öryg­gi.

Auk þess eru tvö við­fangsefni um starfs­fólk an­nars ve­g­ar og verk­lag hins ve­g­ar.

Fjöl­mar­gar rannsóknir styðja þessa nál­gun enda sýna þær að heil­sue­flan­di umhver­fi bætir líðan ne­men­da, stuðlar að bæt­tum nám­sáran­gri og dregur úr brot­tfal­li.

Undirbún­ingsvin­nan felst í því að

  • myn­da stýri­hóp

  • skoða stöðu skólans

  • gera grunn að heil­sustefnu

  • fyl­la út í gátlista á lokuðu vefsvæði sem þátt­tökuframhaldsskólar hafa að­gang að. Þar getur hver og einn skóli metið ei­gin stöðu og í framhald­inu haldið utan um markvisst heil­sue­flingarstarf. 

  • Hér má sjá viðmið Heil­sue­flan­di framhaldsskóla í for­mi gátlista sem framhaldsskólar vin­na með.

Þátt­ta­ka er framhaldsskólum að kost­naðar­lausu og ekki þörf á undirbún­ingsvin­nu áður en sótt er um.

Að sækja um felur í sér að skólinn he­fur ein­sett sér að vin­na markvisst að heil­sue­flingu í sínum framhaldsskóla og að skólastjór­nen­dur staðfesti það með undirskrift um­sók­nar. Eftir að um­sókn er mót­tekin, hjá em­bæt­ti landlæk­nis, fær skólinn sendan að­gang að heil­sue­flan­di.is auk ýmis­sa up­plýs­inga til þess að hjálpa þeim að hefja vin­nuna.