Fara á efnissvæði

Viðmiðin

Meginviðmið í Heilsueflandi framhaldsskóla

  • Heildstæð og skýr stefna skólans nær yfir alla lykilþætti heilsueflandi skóla, þ.e. hreyfingu, mataræði, geðrækt, tóbak, áfengi og vímuefni, kynheilbrigði, jafnrétti og öryggi. Einnig nær mannauðsstefna skólans yfir sömu lykilþætti.

  • Skólastjórn fer fyrir stefnu skólans en felur stýrihóp um heilsueflingu innan skólans að vinna með heilsueflingu sérstaklega. Stýrihópurinn getur ákveðið að sérstakur ábyrgðarmaður sé fyrir hvern og einn þátt stefnunnar, ef þörf þykir.

  • Sett hafa verið fram mælanleg markmið og önnur viðmið til að meta hvernig gengur að framkvæma aðgerðir og hver árangurinn er. Áætlunin er endurmetin reglulega.

  • Allir í skólasamfélaginu taka þátt í að móta stefnuna, þ.m.t. nemendur, foreldraráð, skólastjórn, kennarar og annað starfsfólk, foreldrar, fulltrúar nærsamfélags og fleiri eftir aðstæðum.

  • Stefnan er kynnt fyrir öllu skólasamfélaginu reglulega, s.s. við uppákomur á vegum skólans, á starfsmannafundum, í skólaráði, í foreldraráði og á vef skólans.

  • Endurmenntun er til staðar fyrir kennara á þeim sviðum sem um viðmiðin snúa að og styðja við heilsueflingu og forvarnir.

  • Allir í skólasamfélaginu taka þátt í að framfylgja stefnunni sem er eins samþætt skólastarfinu eins og kostur er

Viðmiðin má finna í átta gátlistum sem styðja skólana í að skapa heilsusamlegar og öruggar aðstæður fyrir nemendur og starsfólk. Viðmiðin taka mið af heildrænni nálgun og byggja á vísindalegum grunni. Þau beinast að þeim þáttum sem þekkt er að hafi áhrif á lifnaðarhætti, heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks.

Á heilsueflandi.is er gagnvirkt vinnusvæði þar sem stýrihópur Heilsueflandi framhaldsskóla svara hverju viðmiði fyrir sig. Með því geta þau metið stöðu sína innan hvers þáttar og gert svo áætlanir út frá því. Í framhaldi eru breytingar á viðmiðum einnig nýttar til þess að fylgjast með árangri heilsueflingar. 

 

Viðmið Heilsueflandi framhaldsskóla eru: