Geðrækt leggur áherslu á að bæta líðan nemenda og starfsmanna. Til grundvallar í þeirri vinnu er að skapa jákvæðan skólabrag sem einkennist af jafnrétti, virðingu og umhyggju, en einnig skýr stefna í eineltismálum, fræðsla og þjálfun til nemenda og starfsfólks um hvernig hægt er að hlúa að eigin geðheilsu og annarra, aukin samvinna milli foreldra, skóla og nærsamfélags um að standa vörð um vellíðan og velferð nemenda og greiður aðgangur að ráðgjöf og geðheilbrigðisþjónustu fyrir þá sem þess þurfa.
Skólarnir hafa aðgang að viðmiðunarlista í þessum málaflokki og handbók um geðrækt í framhaldsskólum er að finna í stuðningsefni og geta skólarnir geta nýtt sér þessari vinnu til grundvallar.