Fara á efnissvæði

Lögð er áhersla á að auka tækifæri fyrir bæði nemendur og starfsfólk Heilsueflandi framhaldsskóla til að stunda reglulega hreyfingu, ásamt því að fá viðeigandi fræðslu um gildi og ávinning hreyfingar.

Skólar hafa aðgang að viðmiðurnarlista sem eru leiðbeinandi um heilsueflingu í þessum málaflokki og geta sett sér markmið í málaflokknum sem eru í samræmi við markmið skólans sem lúta að aukinni hreyfingu nemenda og starfsfólks.

Hreyfing

Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilbrigðis á öllum æviskeiðum.

Meginmarkmið starfsemi Embættis landlæknis á sviði hreyfingar er að sporna gegn kyrrsetulíferni og stuðla að því að sem flestir landsmenn, á öllum aldri, hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Það er gert með því að horfa til þeirra fjölmörgu þátta sem hafa áhrif á daglega hreyfingu, m.a. í tengslum við ferðamáta, vinnu og skóla, frítíma og heimilisverk.

Embætti landlæknis vinnur fræðsluefni og annað stuðningsefni um hreyfingu og leggur áherslu á náið samstarf við viðeigandi hagsmunaaðila um að skapa aðstæður sem hvetja til hreyfingar. Má þar sem dæmi nefna ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, skóla og félagasamtök.