Fara á efnissvæði

Skólinn er menntastofnun sem á sama tíma hefur mótandi áhrif á viðhorf og gildi. Ef skólinn hefur virka stefnu í forvörnum og heilsueflingu, gegn notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna ýtir það undir heilbrigðan lífnaðarhætti nemenda og um leið eflir það námsgetu þeirra. Skólinn myndar ramma um daglegt starf eða umhverfi nemenda. Þar eru ýmsir viðburðir sem hafa gefið tækifæri til þess að nota áfengi. Sem dæmi má nefna skólaskemmtanir og þemadagar eða tækifærisuppákomur til fjáröflunar. Það er því mikilvægt að skólar móti sér stefnu og sýn í þessum málefnum. Mikilvægt er að skilgreina skólaböllin á ábyrgð skólans, ekki á einkaaðila eða nemendafélaga. Ef um skemmtun er að ræða sem ekki er á vegum skólans getur skapast aðstaða sem erfitt er að ráða við. Hér er t.a.m. átt við mikinn fjölda gesta sem erfitt getur verið að ráða við. En einnig þrýsting á áfengisneyslu á þá sem ekki hafa áhuga eða aldur til.  Hér eftir þegar talað er um vímuefni er einnig átt við áfengi. Annars er talað um lögleg eða ólögleg vímuefni. 

 

 

Mikilvægt er að forvarnarstarf byggi á bestu þekkingi á hverjum tíma og valdi örugglega ekki skaða. Embætti landlæknis hefur gefið út staðreyndarblað um hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum í skólum